Ávinningur rafbílavæðingar þurrkaður út

Storm Orka ehf stefndi á að hefja framleiðslu á umhverfisvænni grænni raforku frá vindlundi félagsins árið 2021. Því miður gekk það ekki eftir m.a. vegna seinagangs í afgreiðslu stjórnvalda á umsóknum félagsins (brot á lögboðnum tímafrestum).

Viðskiptaráð, á nýlegu viðskiptaþingi, hvatti einmitt til umbóta á regluverkinu og bendir á að ef verulegar umbætur verði ekki gerðar þá mun Íslandi ekki takast að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið í loftslagsmálum.

Sæmundur Sæmundsson, forstöðumaður sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs, benti á að raforkuskortur í síðustu loðnuvertíð, þegar Landsvirkjun skerti raforkusölu vegna lágrar stöðu í vatnslónum, hefði orðið til þess að allur ávinningur af notkun rafmagnsbíla frá upphafi hefði þurrkast út. Svifasein stjórnsýsla og kærumál tefji framkvæmdir svo árum skipti.

Afar leitt er til þess að vita að ef vindlundur Storm Orku hefði ekki verið tafinn með þessum hætti þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir að ávinningur af rafbílavæðingu yrði að engu.

Leave a comment